Fara í efni

Jólin koma og við þurfum ekki bara klæðileg spariföt

Við heyrum svo gjarnan setningar sem hvetja okkur til þess að koma okkur í form fyrir jólin. Flestar miða þær að því að við njótum okkar í nýju fínu sparifötunum. Sem er gott og vel en við viljum líka koma okkur í form andlega og tilfinningalega. Jólaboðin krefjast þess að við getum átt í samskiptum við okkar nánustu.
Fjölskyldan saman á jólum
Fjölskyldan saman á jólum

Við heyrum svo gjarnan setningar sem hvetja okkur til þess að koma okkur í form fyrir jólin. Flestar miða þær að því að við njótum okkar í nýju fínu sparifötunum. Sem er gott og vel en við viljum líka koma okkur í form andlega og tilfinningalega.

Jólaboðin krefjast þess að við getum átt í samskiptum við okkar nánustu. Það reynist mörgum erfitt. Ástæðurnar geta verið margvíslegar en við hjá "Ég er" bjóðum upp á fínar leiðir til þess að koma sér í flott form á þessu sviði.

Vertu besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér um jólin. Vertu þinn besti vinur eða vinkona svo þú getir notið samskiptanna og svo aðrir geti notið þess að vera í kringum þig.

Okkar sívinsæla námskeið Vertu þinn besti vinur, í styttri útgáfu, verður haldið 29. nóvember kl. 10:30-14:30. Skráningar standa yfir núna í síma 783-4321 og með því að senda póst á namskeidin@gmail.com
Verð er aðeins kr. 7.500.-

Farið verður yfir mikilvæga þætti sem tengjast samskiptum og sjálfsöryggi. Einkenni meðvirkni skoðuð, uppbygging sjálfsmats, framsetning kærleiksríkra marka og hvernig við sinnum eigin þörfum og löngunum. Þátttakendur fá tækifæri til þess að æfa sig í viðbrögðum og máta sig við módel Piu Mellody.

Líttu við á facebook síðunni okkar, með því að ýta á "like" eða "líkar við" hnappinn setur þú síðuna í minni svo þú getir séð það sem við bjóðum upp á hverju sinni.

Við erum einnig með heimasíðuna Ég er og þar er hægt að finna ýmsar greinar og fjölbreytileg fróðleikskorn.