Fara í efni

Stúlkur sem eiga tuðandi mæður ná lengra í lífinu

Stúlkur sem eiga tuðandi mæður ná lengra í lífinu

Það er margt skemmtilegra en í lífinu en tuð. En það getur þó marg borgað sig ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þar segir að þær mæður sem ganga á eftir því að dætur þeirra læri heima og standi sig vel í skólanum eigi eftir að vegna mun betur í lífinu en dætur kvenna sem skipta sér lítið af þeim.

Rannsóknin var gerð í Essex háskólanum á Englandi á árunum 2004-2010. Hún fór þannig fram að rannsakendur fylgdust með lífsmynstri 15.000 stúlkna á aldrinum 13 til 14 ára.

Niðurstöðurnar benda sterklega til þess að þær stúlkur sem þurfa að sitja undir ákveðnum kröfum frá mæðrum sínum, varðandi námið eru mun líklegri til að fara í háskólanám og vera með hærri laun en þær stúlkur sem eiga mæður sem skipta sér lítið af þeim.

Einnig eru þær stúlkur sem eiga tuðandi mæður ólíklegri en aðrar að verða ófrískar fyrir slysni á unglingsárunum.

Það er því loksins vísindalega sannað. Tuð er alls ekkert svo slæmt.