Fara í efni

Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna

Næsta fimmtudag, 17. september, kl. 20.00 verða glæsilegir tónleikar í Gamla bíói til styrktar Parkinsonsamtökunum á Íslandi.
Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna

Næsta fimmtudag, 17. september, kl. 20.00 verða glæsilegir tónleikar í Gamla bíói til styrktar Parkinsonsamtökunum á Íslandi.

 
Helgi Júlíus, læknir og tónlistarmaður, hefur veg og vanda að tónleikunum en hann greindist með Parkinson fyrir 10 árum síðan. Í kjölfarið þurfti hann að hætta að vinna sem hjartalæknir í Bandaríkjunum en ákvað þá að snúa sér alfarið að tónlistinni. Hann hefur nú gefið út fimm plötur sem hafa allar hlotið verðskuldaða athygli. Mörg þeirra laga sem flutt verða á tónleikunum eru eftir Helga Júlíus.
 
Á tónleikunum koma fram Valdimar Guðmundsson, Ragnheiður Gröndal, Eyþór Ingi, Haukur Heiðar, Magni, Svavar Knútur, Stefanía Svavarsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir, Gunnar Birgisson, Amit Paul, Árný Árnadóttir og Octettinn Einn tvöfaldur.
 
Hljóðfæraleik annast Davíð Sigurgeirsson, Daði Birgisson, Ingi Björn Ingason, Kristinn Snær og Ómar Guðjónsson. 
 

Miðasala á midi.is ​

- Miðaverð er 3.990 kr.


________________________
 
Parkinsonsamtökin á Íslandi
Hátúni 10b, 9. hæð
105 Reykjavík
Sími: 552-4440