Fara í efni

Það er gott að vera undirbúin fyrir kvefpesta og flensu tímabilið

Allt frá því að sofa út eða nota Vodka sem sótthreinsilög á hendur, þá eru hér ráð sem koma á óvart um það að komast hjá því að verða veikur af kvefi eða flensum. Og já, sérfræðingar vilja meina að þetta sé málið.
Forðumst pestar og kvef
Forðumst pestar og kvef

Allt frá því að sofa út eða nota Vodka sem sótthreinsilög á hendur, þá eru hér ráð sem koma á óvart um það að komast hjá því að verða veikur af kvefi eða flensum. Og já, sérfræðingar vilja meina að þetta sé málið.

Hor-tíðar úrræðin

Það þarf að bregðast fljótt við til að losa sig við kvef eða flensu. Dæmi: vísindamenn við háskólann í Arizona komust að þeirri niðurstöðu að ef einhver er veikur á skrifstofunni að þá tekur það ekki nema fjóra klukkutíma fyrir yfirborð eins og haldið á kaffikönnunni, ljósritunarvélin, hurðin á ísskápnum og fleira að bera brot af þeim vírus sem er í gangi.

Slepptu áfenginu

Á ferðalögum er gott ráð að sleppa því að drekka áfengi. Áfengi truflar eðlilegan svefn og ef svefninn er í einhverri vitleysu þá er meiri hætta á því að veikjast.

Fáðu þér te

Drekktu svart eða grænt te með sítrónu og hunangi. Að drekka te og anda að sér gufunni úr bollanum örvar hársekkina í nefinu og þannig losa þeir sig við sýkla. Sítróna þynnir hor og hunangið er bakteríudrepandi.

Skelltu í þig próteini

Rannsóknir sýna að mataræði sem er lágt í próteini getur veikt ónæmiskerfið. Vertu viss um að þú sért að fá næginlegt magn af próteini yfir daginn. Fáðu þér t.d fisk, egg eða jógúrt.

Sótthreinsaðu skrifstofuna

Það er afar gott að hafa í töskunni eða í skúffunnni á skrifborðinu þínu í vinnunni flösku af sótthreinsandi spreyji eða klúta. Á skrifstofunni eru margir að vinna í oft nánu umhverfi og ef einhver er að mæta veikur í vinnuna þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Svo má líka Zink-a þetta

Ef hálsinn er farinn að pirra þig þá ertu líklega að fá kvef. Taktu inn zink í nokkra daga. Zink hefur áhrif á einkenni kvefs eða flensu og ef þú ert að veikjast ertu fljótari að ná þér.

Passaðu hvar þú setur hendurnar

Ef þú ert að nota rúllustiga skaltu sleppa því að halda þér í handriðið. Þar eru allskyns sýklar á ferð.

Svitnaðu vel og losaðu þig við pestar

Það er afar gott að fara í gufu eða sána ef þér finnst þú vera að verða veik. Svitinn losar þig við eiturefnin í líkamanum og einnig pestarsýklana.

Heimild: health.com