Fara í efni

Þegar skrúbbur dugar ekki á bólurnar; Öll trixin

Það hafa margar fyrirspurnir borist til okkar varðandi ráð gegn bólum og Stelpa.is fór á stúfana til að sjá hvort eitthvað meira væri hægt að gera en þetta týpíska hreinsa, skrúbba dæmi.
Þegar skrúbbur dugar ekki á bólurnar; Öll trixin

Áhrifaríkustu náttúrulegu aðferðirnar gegn bólum (acne).

Þeim Íris og Anítu hafa borist fjölda fyrirspurna varðandi ráð gegn bólum inn á Stelpa.is   

Þær stöllur fóru að stúfana til sjá hvort eitthvað meira væri hægt að gera en þetta týpíska hreinsa,skrúbba dæmi.

Sjáum hérna nokkur dæmi sem þær gátu fundið og ráðlagt þeim sem berjast við bólur.

Þegar skrúbbur dugar ekki á bólurnar - Öll trixin:

Útvortis lyf frá lækni

Minnkaðu þessi lyf í annan hvern dag ef þú notar þau á hverjum degi, til að sporna við ofþornun húðarinnar. Þurrkur einn og sér ýtir undir bólumyndun. Ef þú hefur ekki fengið lyf þá er spurning um að athuga það, en nota þau í hófi.

Geymdu húðburstann

Húðburstinn er fínn fyrir óhreina húð og fílapensla en ef þú ert með acne þá er bustinn ekki málið. Hann ertir húðina alltof mikið og dreifir einfaldlega bakteríum. Notaðu frekar „exfoliate“ maska með ensímum sem éta upp dauðar húðfrumur.

Bætiefni

Taktu bæði lýsi og fjölvítamín en þú þarft sérstaklega að passa upp á að fá A vítamín sem þú færð m.a. úr gulrótum, D- vítamín úr fiski og Omega fitusýrur.

Matur

Minnkaðu mjólkurvörurnar þar sem mikil neysla á mjólkurvörum er þekkt fyrir að auka framleiðslu fitukirtla. Borðaðu meira túrmerik, sem er talið hafa bólgueyðandi og sótthreinsandi áhrif, hvort sem þú notar það sem krydd eða kaupir sem bætiefni. Já, og svo er það sykurinn sem þarf að fara. Haltu þig við einu sinni í viku í mesta lagi og forðastu fæðutegundir sem keyra insúlínið í botn. Sykraðir drykkir, allir ávaxtasafar, sykrað skyr, fínt brauð, kex, kökur og nammi. Þetta er eitt það versta fyrir húðina þar sem insúlínið ruglar í hormónunum og þ.a.l. kirtlum.

Þetta er aðeins brot af því sem þær stöllur ráðleggja, smelltu HÉR til að klára lesturinn. 

Þetta er bara brot af því sem stelpa.is bíður uppá. kíktu á síðuna þeirra. 

 

Mundu eftir okkur á Instagram #heilsutorg