Fara í efni

Mjög vel heppnuð geðfræðsla í skól­um

Þrír full­trú­ar geðvernd­armiðstöðvar­inn­ar Gróf­ar­inn­ar á Ak­ur­eyri hafa í haust farið í grunn­skól­ana á Ak­ur­eyri og boðið upp á geðfræðslu fyr­ir kenn­ara og annað starfs­fólk.
Mjög vel heppnuð geðfræðsla í skól­um

Þrír full­trú­ar geðvernd­armiðstöðvar­inn­ar Gróf­ar­inn­ar á Ak­ur­eyri hafa í haust farið í grunn­skól­ana á Ak­ur­eyri og boðið upp á geðfræðslu fyr­ir kenn­ara og annað starfs­fólk.

Einnig á Hrafnagili og á Greni­vík. Áður höfðu nem­end­ur verið frædd­ir og hef­ur ætíð tek­ist mjög vel til að sögn þre­menn­ing­anna.

 
Það er geðfræðslu­teymi Gróf­ar­inn­ar sem þarna er á ferðinni; Ey­mund­ur Ey­munds­son, Sonja Rún Magnús­dótt­ir og Hrafn Gunn­ar Hreiðars­son. „Við höf­um farið í alla 9. bekki á þess­um stöðum og for­eldr­um á Ak­ur­eyri bauðst fræðsla en við eig­um fram­halds­skól­ana eft­ir hér í bæ og ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um,“ seg­ir Ey­mund­ur.
 
Óhætt er að segja að vel hafi tek­ist til, að mati þeirra. „Starfs­fólk, kenn­ar­ar, ung­menni og for­eldr­ar orðið margs vís­ari um geðrask­an­ir og hvernig er að lifa með þær án þess að fá hjálp en líka hvað hægt er að gera með því að fá hjálp. Ein­læg­ar og góðar spurn­ing­ar höf­um við fengið sem og mikið þakk­læti frá öll­um hvort sem það er starfs­fólk, kenn­ar­ar, nem­end­ur eða for­eldr­ar.“
 
Fræðslan var hugsuð fyr­ir skól­ana á Ak­ur­eyri en þegar starfs­fólk grunn­skól­ans á Greni­vík sótt­ist eft­ir að fá eins fræðslu stökk teymið til og fór í heim­sókn. „Við tók­um því fagn­andi enda gott og hollt fyr­ir alla að sjá að við erum mann­eskj­ur sem höf­um glímt við geðrask­an­ir með okk­ar til­finn­ing­ar sem hafa haft áhrif á okk­ar líf og það á eng­inn að þurfa að skamm­ast sín fyr­ir að leita sér hjálp­ar eða tala um sína van­líðan. Með því að byrgja inni van­líðan og þora ekki að tala um hana er maður að búa til svart­hol sem étur mann að inn­an, sem hjálp­ar eng­um og síst þeim sem þurfa hjálp.“
 
 

Ey­mund­ur, Sonja og Hrafn segj­ast hafa fundið fyr­ir því hve mjög vanti fag­menn til að taka á þess­um vanda strax í grunn­skóla og um­hugs­un­ar­efni sé hvers vegna þeir séu ekki fyr­ir hendi árið 2015! Því fyrr sem tekið sé á vand­an­um því betri tæki­færi hafi ung­menni í vanda á að byggja upp sjálfs­traust sem gefi þeim meiri mögu­leika á aukn­um lífs­gæðum.

 
„Það er svo skrýtið að við erum alltaf að taka á af­leiðing­um í staðinn fyr­ir að byrja á grunn­in­um og gefa ung­menn­um tæki­færi á að byggja sig upp í staðinn fyr­ir að bíða þangað til í óefni er komið sem get­ur orðið of seint. Að það sé margra mánaða bið eft­ir að kom­ast að hjá skóla­sál­fræðingi neyðir oft for­eldra til að kaupa þjón­ustu. Hver maður sér að það kost­ar mikið og marg­ir hafa ekki efni á því. Mörg ung­menni eiga erfitt með sín and­legu veik­indi eða van­líðan og við telj­um að þetta myndi ekki líðast ef um önn­ur veik­indi væri að ræða. Við lækn­um ekki allt með lyfj­um held­ur vant­ar skiln­ing og stuðning frá sam­fé­lag­inu sem og ráðamönn­um til að þessi börn og ung­menni fái strax hjálp. Það spar­ar að taka á vand­an­um strax en kost­ar tvö­falt meira ef menn ætla alltaf að fresta vand­an­um.“
 
 
Grein send inn til Heilsutorg.is frá Eymundi Eymundsson.