Fara í efni

Hvers vegna hugleiðsla - Guðni með hugleiðingu dagsins

Hvers vegna hugleiðsla - Guðni með hugleiðingu dagsins

HVERS VEGNA HUGLEIÐSLA?

Hugleiðsla virkjar vitund hjartans og ástand einingar

Hugleiðsla verður vettvangur vitundar og umgjörð einingar og anda

Hugleiðsla minnkar vægi hugans og dregur úr tvístrun og blekkingu

Hugleiðsla dregur úr súrefnisnotkun um 10–20% og kallar fram hvíldarástand sem er dýpra en venjulegur svefn

Hugleiðsla dregur úr mjólkursýrum sem einkenna stress og streitu

Hugleiðsla dregur úr framleiðslu líkamans á kortísól, sem er oft kallað streituhormónið, en eykur framleiðslu á róandi hormónunum melatónín og serótónín

Hugleiðsla dregur úr framleiðslu öldrunarhormóna

Hugleiðsla dregur úr blóðþrýstingi

Þeir sem stunda hugleiðslu reglulega og til lengri tíma eru í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma

Við hættum aldrei að hugsa því að heilinn er dugleg og falleg vél sem tekur sér aldrei frí. En að tengja sjálfsmynd okkar og persónuleika við þessa vél leiðir til vansældar. Þannig verður skortdýrið til – þegar við trúum því að við séum hugsanir okkar.